Nú er vinnslu á fyrstu tíu laga breiðskífu Collective loksins lokið og búið að smella afrakstrinum út á alnetið.
Næst á dagskrá er að koma afrakstrinum í spilun á öldum ljósvakans en hér efst á síðunni er öll platan komin inn bæði sem youtube vídeó og eins í spilaranum góða sem áður hýsti hálfrar mínútu hljóðdæmi af lögunum.
Búið er að senda plötuna á rafræna miðla en nokkrir dagar geta liðið þar til platan er samþykkt til spilunar á þeim miðlum.