Fréttir og viðburðir
Árið okkar á Spotify
Takk fyrir að hlusta á okkur á Spotify. Hérna er smá tölfræði fyrir árið sem er að líða hjá Collective á Spotify:
Collective og Kima á Íslenska Rokkbarnum
Þann sjötta desember bjóða Collective og Kíma til Progressive Rock og Metal tónleika á Íslenska Rokkbarnum. Þetta er í annað skipti sem þessi bönd leiða saman hesta sína en síðast komust fleiri að en vildu.
Staður: Íslenski Rokkbarinn (sjá kort)
Stund: 06.12.2019 klukkan 22:53
Sjá viðburð á Facebook
A million little pieces - Textavídeó
'A million little pieces' er nett rokkballaða frá okkur. Við ákváðum að skella textavídeói á vefinn en við höldum að flestir sem hafa einhverntíman verið í sambandi geti tengt við þennan texta.
Fyrstu tónleikarnir eftir Truth Awaking
Fyrstu tónleikar Collective eftir að við gáfum út Truth Awaking voru haldnir á Gauknum þann 23. mars 2019.
'Truth Awaking' er komin út!
Nú er vinnslu á fyrstu tíu laga breiðskífu Collective loksins lokið og búið að smella afrakstrinum út á alnetið.